Select Page
30. apríl, 2020

Raunfærnimat eflir í námi og starfi

Í aðdraganda 1. maí, baráttudags verkafólks er við hæfi að fjalla um aðgerðir sem efla það til náms og starfa. Það er einmitt meginmarkmið raunfærnimats og á ekki hvað síst við um þessar mundir. En raunfærnimat í sjávarútvegi er umfjöllunarefni nýjustu greinar í Gátt. Í henni er vísað til reynslu þriggja aðstandenda raunfærnimats, Ásdísar Vilborgar Pálsdóttur, verkefnastjóra við Fiskvinnsluskólann og náms- og starfsráðgjafa hjá SÍMEY, þeirra Kristínar Bjarkar Gunnarsdóttur og Emils Bjarkar Björnssonar.

Titill greinarinnar Að stíga yfir þröskuldinn  er lýsandi fyrir það sem oft er ein helsta hindrun fólks sem hefur hug á að nýta sér mat á raunfærni til þess að efla sig í námi og starfi.

Í greininni er jafnframt vísað í reynslu þriggja einstaklinga sem hafa tekið skrefið, af ferlinu og árangrinum.

Lesið greinina á vef Gáttar: