Select Page
24. október, 2019

Raunfærnimat á móti námskrá Háskólabrúar Keilis

Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um raunfærnimati á móti kröfum Háskólabrúar Keilis. Samkvæmt könnun um menntunarstöðu félagsmanna í SFR höfðu um þriðjungur ekki lokið formlegu prófi úr framhaldsskóla og var ráðist í raunfærnimatið til að koma í móts við þann hóp. Í greininni er fjallað um framkvæmd raunfærnimatsverkefnisins sem hafði það að markmiði að þátttakendur gætu stytt sér leiðina til lokaprófs af Háskólabrú Keilis. Höfundar greinarinnar komast að þeirri niðurstöðu að verkefnið hafi tekist vel og raunfærnimatið hafi átt ótvíræðan þátt í að hvetja einstaklinga til frekara náms. Fyrstu nemendurnir sem tóku þátt í verkefninu útskrifuðust af Háskólabrú í júní 2019, aðeins rúmu ári frá því að ferlið hófst.

Greinina má lesa hér á vef Gáttar.