Select Page
31. maí, 2021

Rafræn starfsferilsráðgjöf í Noregi – Streymi 8. júní

Undanfarin ár hefur farið fram viðamikill undirbúningur að nýju miðlægu kerfi rafrænnar ráðgjafarþjónustu í Noregi sem opnaði í september 2020, Karriereveiledning.no. Þar geta allir eldri en 19 ára fengið ráðgjöf um nám og störf á netinu sér að kostnaðarlausu, og fer ráðgjöfin fram í netspjalli en einnig er hægt að tala við ráðgjafa símleiðis.

Á þessum streymisviðburði munu stjórnendur hjá Kompetense Norge, Eirik Øvernes og Ingjerd Espolin Gaarder, fara yfir ferlið og lærdóminn hingað til:

  • Bakgrunnur – hvernig miðlæg og einstaklingsmiðuð rafræn starfsferilsráðgjöf var byggð upp í Noregi
  • Ráðgjafateymið – samsetning hópsins og gæði í ráðgjöfinni
  • Reynsla af rafrænni ráðgjöf – hverjir leita eftir ráðgjöf, í sambandi við hvað; tækifæri og áskoranir

Viðburðinum verður streymt á Facebook-síðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, hér. 

Mikilvægt er að skrá mætingu á heimasíðu NVL.

Bryndís Skarphéðinsdóttir, tengiliður NVL á Íslandi og starfsmaður Fræðslumiðstöðvar atvinnulífins er fundarstjóri.

Tímasetning: Þriðjudagur 8. júní kl. 9:00-10:00
Tungumál: enska

Viðburðurinn er haldinn af NVL á Íslandi (Norrænt tengslanet um nám fullorðinna) í samvinnu við Kompetanse Norge, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Euroguidance á Íslandi (Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar)