Select Page
12. mars, 2021

Rafræn ferilbók: grundvallarbreyting á þjónustu við starfsnámsnemendur

Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um Rafræna ferilbók sem er nýjung og bylting á þjónustu við nemendur í starfsnámi. Miklar breytingar eru að verða á vinnumarkaðnum og er menntakerfið á Íslandi að bregðast við með ýmsum hætti. Rafræn ferilbók er liður í því. Menntamálastofnun sér um ritstýringu og innleiðingu á Rafrænu ferilbókinni en í henni verða lýsingar á hæfni sem nemandi þarf að búa yfir í lok starfsnáms.

Tilkoma rafrænnar ferilbókar á að auka gæði námsins og tryggja að nemandinn fái viðeigandi þjálfun í öllum hæfniþáttum. Útkoman verði öflugara nám sem styrkir atvinnulífið og einfaldar aðgengi nemanda að starfsnámi.

Lesið um rafrænu ferilbókina á vef Gáttar: