Select Page

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, fjallar um fagorðalista Hæfniseturs ferðaþjónustunnar í Morgunblaðinu í dag. Þar fagnar hún þessu framtaki og kallar það kærkomna hvatningu fyrir fleiri til að vekja athygli á tungumálinu og hvetja fleiri til að læra það.

Fagorðalistarnir eru með lista yfir algeng orð sem notuð eru í ferðaþjónustunni á Íslandi og eru gefnir út á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. Þeir eru aðgengilegir á vef Hæfniseturs ferðaþjónustunnar hér þar sem má heyra framburð orðanna á íslensku. Listarnir eru einnig gefnir út á veggspjöldum og jafnframt má senda inn tillögu að fleiri orðum til Hæfnisetursins.

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is