Select Page
27. apríl, 2020

Opið fyrir umsóknir um styrki Fræðslusjóðs til þróunar og nýsköpunar í framhaldsfræðslu

Umsóknarfrestur til miðnættis í kvöld.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði vegna nýsköpunar og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu, sbr. lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010.

Ekki eru sérstök áherslu- eða forgangssvið en umsóknir skulu taka mið af þeim áskorunum sem markhópur framhaldsfræðslunnar stendur frammi fyrir um þessar mundir.

Verkefnin skulu vera opin öllum fræðsluaðilum, mega ekki gera kröfu um umtalsverðan eða íþyngjandi kostnað, eða flókna sérfræðiþekkingu fyrir þá sem nýta sér afurðina. Verkefni sem raunhæft er að koma í framkvæmd fyrir lok árs 2020 og uppfylla önnur skilyrði auglýsingarinnar, Skilmála og úthlutunarreglna Fræðslusjóðs, njóta forgangs.

Telji stjórn Fræðslusjóðs að umsóknir fullnægi ekki forsendum auglýsingarinnar, eða falli ekki að þörfum markhóps framhaldsfræðslu, áskilur hún sér rétt til að hafna einstökum eða öllum umsóknum.
Umsækjendur þurfa að hafa faglega þekkingu og reynslu af að vinna verkefni sem sótt eru um styrki til.

Að auki þurfa umsóknir að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Vera vandaðar og skýrt fram settar.
  • Skýr tenging við markhóp laga um framhaldsfræðslu.
  • Mæti sýnilegri þörf fyrir úrræði í framhaldsfræðslu.
  • Hafi skýr skilgreind markmið og skilgreinda verkefnastjórn.
  • Hafi skýra kostnaðar-, verk- og tímaáætlun.
  • Skili hagnýtri afurð og verði vel kynnt.

Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi. Smellið á hnappinn til að nálgast umsóknareyðublaðið:

Umsóknarfrestur er til og með 27. apríl 2020

Fyrri úthlutanir

Lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010

Úthlutunarreglur Þróunarsjóðs