Select Page
13. janúar, 2021

Nýr framkvæmdastjóri FA

Sigríður Guðmundsdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu af Sveini Aðalsteinssyni.

Sigríður hefur starfað í mannauðs- og fræðslumálum um árabil en hún starfaði áður hjá Eimskip sem fræðslu- og mannauðsstjóri félagsins en einnig sem ráðgjafi hjá Attentus – Mannauður og ráðgjöf.   

Sigríður hefur lokið MBA námi frá HÍ og er menntuð sem grunnskólakennari frá HA og með Dipl.Ed gráðu í Fræðslustarfi og stjórnun frá HÍ.

Verkefni Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins eru að vera leiðandi í að greina, meta og auka hæfni í atvinnulífinu og styðja þannig við þróun starfsmanna til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína.

Við þökkum Sveini Aðalsteinssyni fyrir vel unnin störf um leið og við bjóðum Sigríði velkomna til starfa.