Select Page
3. september, 2020

Ný grein í Gátt

Í henni fjallar Kjartan Sigurðsson verkefnastjóri hjá SÍMEY um samstarfsverkefni SÍMEY, Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og Ferðamálafélags Eyjafjarðar um klasasamstarf fyrirtækja í ferðaþjónustu. Megináherslur fyrirtækjanna voru að skilgreina starfsemina og deila niðurstöðum sín á milli, jafnframt til ferðamanna á svæðinu sem lið í markaðssetningu og nánara samstarfi. Fundinn var samnefnari fyrir það sem ferðaþjónustuaðilar á svæðinu standa fyrir og hvernig betur mætti nýta hann til þess að höfða til ferðamanna. Leiðarljósið var að efla framleiðni og gæði í ferðaþjónustu, starfsánægju og fagmennsku starfsfólks og nýta til þess markvissa starfsþróun. Vegna smæðar fyrirtækjanna höfðu þau ekki bolmagn til þess að standa undir fræðslu hvert og eitt, en sáu fyrir sér að í sameiningu gætu þau breytt smæðinni í styrkleika og aukið gæði ferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit. 

Lesið greinina hér á vef Gáttar: