Select Page
26. mars, 2020

Ný Gáttargrein

Kristín R. Vilhjálmsdóttir menningar- og tungumálamiðlari er höfundur nýjustu greinar í Gátt. Hún fjallar um þau menningarverðmæti sem felast í tungumálinu og hvernig þeim er miðlað á Café Lingua. En Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála- og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir fullorðna sem vilja efla tungumálakunnáttu sína hvort sem um er að ræða íslensku eða erlend tungumál. Aðstandendur verkefnisins eru Borgarbókasafnið, Háskóli Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Café Lingua  sameiginlega að margvíslegum viðburðum, bæði þar sem athygli er beint að einu tungumáli og öðrum þar sem tungumál marbreytilegs hóps eru nýtt sem vettvangur fyrir tungumálafræðslu- og samskipti og um leið stuðlað að menningarnæmi og -færni í samfélaginu. 

Greinina má lesa hér á vef Gáttar:

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is

Opið alla virka daga frá 9-16

Ef vitnað er í prentað efni FA eða efni af heimasíðu FA ber að geta heimilda