Select Page
2. september, 2019

NVL með málstofu um íslenskukennslu

Alfaráðið og NVL héldu málstofu fyrir kennara sem kenna fullorðnum innflytjendum íslensku sem annað mál 23. ágúst sl.  NVL stendur fyrir Nordisk Netværk for Voksnes Læring eða norrænt net um fullorðinsfræðslu. Alfaráðið starfar undir NVL og sinnir verkefnum á sviði tungumálakennslu fyrir innflytjendur, sérstaklega þeirra sem eru illa læsir, og símenntunar kennara sem kenna á því sviði.  Málstofan var vel sótt en tæplega 50 manns komu, hlýddu á erindi og tóku þátt í umræðum.

 

 

 

 

 

 

 

 

Sólborg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Mími og fulltrúi Íslands í Alfaráðinu opnaði málstofuna og bauð gesti velkomna. Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, sem hýsir NVL á Íslandi, hélt erindi um NVL og þýðingu þess fyrir fullorðinsfræðsluna á Íslandi. Beate Linnerud, ráðgjafi hjá Kompetanse Norge hélt erindi um Social orientation for newcomers, the Norwegian way og haldið var erindi um stafræna miðlun í móðurmálskennslu. Mikil ánægja var meðal fundargesti með viðburðinn.

 

 

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is

Opið alla virka daga frá 9-16

Ef vitnað er í prentað efni FA eða efni af heimasíðu FA ber að geta heimilda