Select Page

Í grein vikunnar í Gátt er fjallað um Norrænt tenglsanet um nám fullorðinna, NVL.

Norrænt samstarf nýtur forgangs hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem hýst hefur fulltrúa Íslands í Norræna tengslanetinu um nám fullorðinna, NVL allt frá því að netið var stofnað árið 2005. NVL er áætlun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Fulltrúi Íslands, Hildur Hrönn Oddsdóttir skrifar nýjustu greinina í Gátt 2019. Þar segir frá starfi netsins á Íslandi, áherslum og ólíkum sérfræðinganetum og faghópa sem NVL starfrækir, þar á meðal um náms- og starfsráðgjöf, hæfniþróun í og fyrir atvinnulífið og raunfærnimat. NVL hefur staðið fyrir ýmsum viðburðum á árinu þar ber hæst CleverCompetence, vinnustofu í Borgarleikhúsinu með ungu fólki þar sem fjallað var um menntun, inngildingu, sjálfbærni og framtíðina.  

Greinina má lesa hér á vef Gáttar:

Myndin með fréttinni er frá Norrænu ráðherranefndinni sótt af www.norden.org

Skipholti 50b 105 Reykjavík
599 1400
frae@frae.is
Opið alla virka daga frá 8-16

Ef vitnað er í prentað efni FA eða efni af heimasíðu FA ber að geta heimilda