Select Page
16. janúar, 2020

Norðmenn gerðu það – hvert stefnum við?

Í nýjustu grein í Gátt fjallar Arnar Þorsteinsson, starfsmaður hjá FA á sviði upplýsingakerfa um nám og störf, um aðgerðir Norðmanna er varða ráðgjöf um náms- og starfsval.

Árið 2016 var mörkuð stefna fyrir heildstætt kerfi ævilangrar náms- og starfsráðgjafar í Noregi til að mæta bæði þörfum einstaklinga sem standa frammi fyrir valkostum er varða líf og störf og eins samfélagsins til að nýta sem best fyrirliggjandi hæfni og krafta atvinnulífinu til framdráttar. Sjónum var beint að rafrænni ráðgjöf hvernig mætti efla hana og stórbæta upplýsingavefinn Utdanning.no. Á vefnum er að finna yfirlit yfir námsleiðir á framhalds- og háskólastigi, lýsingar á störfum, viðtöl og greinar um náms- og starfsráðgjöf.  

Greinan má lesa hér á vef Gáttar

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is

Opið alla virka daga frá 9-16

Ef vitnað er í prentað efni FA eða efni af heimasíðu FA ber að geta heimilda