Select Page

SKÖPUM – LÆRUM, DEILUM, FRAMKVÆMUM

Námskeið á netinu um stefnumótun og leiðir fyrir hæfniþróun (Upskilling Pathways) innan UP-AEPRO verkefnisins.

Námskeiðið “Sköpum  – lærum, deilum, framkvæmum” miðar að því að dýpka þekkingu og hvetja til umræðna um nýlega evrópska stefnu fyrir nám fullorðinna sem ber heitið Upskilling Pathways (UP). Námskeiðið er hluti af UPAEPRO verkefninu, sem beinir sjónum að viðvarandi þörf og áhuga sérfræðinga og annarra aðila sem koma að námi fullorðinna, sem og stefnumótenda sem taka þátt í þróun mennta-/hæfnistefnu, á að kynna sér þróun málaflokksins í Evrópu og fá innsýn í kerfi og þróunarverkefni annarra landa.

Áherslusviðin eru fjögur:

  • Yfirlit og innsýn í stefnu Evrópusambandsins í málaflokknum
  • Mat á hæfni
  • Sérsniðnar leiðir
  • Raunfærnimat og viðurkenning

Námskeiðið hefst 6. maí n.k. og lýkur í nóvember 2019. Hægt er að taka allt námskeiði eða hluta þess á vef UPAEPRO verkefnisins. Miðlun efnisins fer fram á ensku. Sjá nánari lýsingu og leiðir að skráningu hér

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is