Select Page
7. október, 2021

Námskrá til undirbúnings fyrir félagsliða

Menntamálastofnun vottaði námskrá FA fyrir nám til félagsliða í gær, þann 6. október. Jafnframt hefur FA staðfestingu frá Borgarholtsskóla um fullt mat á námi samkvæmt þeirri námskrá sem hluta af félagsliðabraut skólans.

Hér er á ferðinni námskrá sem beðið hefur verið eftir um nokkurt skeið. Boðað verður til kynningarfundar fyrir símenntunarmiðstöðvar innan skamms.