Select Page
14. febrúar, 2020

Náms- og starfsráðgjöf fyrir innflytjendur

Í nýjustu grein í Gátt skrifar Guðrún Vala Elísdóttir um náms- og starfsráðgjöf fyrir innflytjendur hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi.  

Íbúum með erlent ríkisfang hérlendis hefur fjölgað umtalsvert á síðastliðnum árum og samfélag okkar er langt frá því að vera einsleitt lengur. Fyrir einu ári voru innflytjendur 12,4% á landsvísu og á Vesturlandi teljast innflytjendur nú 12,5% af íbúum. Hjá Símenntunarmiðstöðinni hefur verið lögð áhersla á að þróa ráðgjöf fyrir þennan hóp. Reynslan af ráðgjöfinni hefur almennt verið jákvæð, en fólk nær alls konar árangri eftir náms- og starfsráðgjöf til dæmis fær það löggild starfsréttindi, betri störf eða færist til í starfi, verður öruggara og jákvæðara gagnvart því að læra íslensku. 

Lesið greinina á vef Gáttar: