Select Page
4. október, 2019

Náms- og starfsráðgjafar funda í Vestmannaeyjum

Í liðinni viku var fræðslu- og samráðsfundur ráðgjafanets FA haldinn í Vestmannaeyjum. Fundinn sóttu fulltrúar frá símenntunarmiðstöðvum um land allt og nokkrir voru í fjarfundi.

Megin efni fundarins snéri að notkun upplýsinga- og samskiptatækni í ráðgjöf annars vegar og ráðgjöf og þjónustu við fólk af erlendum uppruna hins vegar.  Auk þess voru önnur verkefni kynnt m.a.hjá gestgjöfunum hjá Visku og Þekkingarsetri Vestmannaeyja.

Næsti samráðsfundur ráðgjafanetsins verður haldinn í febrúar á næsta ári.

 

 

 

 

 

 

 

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is

Opið alla virka daga frá 9-16

Ef vitnað er í prentað efni FA eða efni af heimasíðu FA ber að geta heimilda