Select Page
8. desember, 2020

Næstaskref.is vekur athygli OECD

Í lok síðasta mánaðar fór fram stórt málþing á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar í tengslum við alþjóðlega stefnumótun og verklag vegna upplýsingamiðlunar um stöðuna á vinnumarkaði og námsleiðir. Að frumkvæði OECD þá kynntu þau Sveinn Aðalsteinsson, Fjóla María Lárusdóttir og Arnar Þorsteinsson frá FA þar íslenska vefsvæðið Næsta skref sem vakið hefur athygli OECD fyrir jákvæða þróun hvað varðar framsetningu upplýsinga og aðgengi fyrir hinn almenna notanda. Mörg lönd standa okkur vissulega framar hvað varðar flæði efnis á milli stofnanna og ýmis verkfæri til að auðvelda fólki náms- eða starfsval en þó hafa mörg hver verið í vandræðum með notendaviðmótið. Margt er hins vegar á döfinni á Næsta skref, meðal annars að gera lýsingar á svo til öllum námsleiðum á framhaldsskólastigi þar aðgengilegar. Beðið er svara um aðkomu opinberra aðila að fjármögnun vefjarins til að hægt verði að ljúka þeirri vinnu.