Select Page
9. desember, 2020

Móttaka nýrra Íslendinga- rafræn handbók

Þekkingarnet Þingeyinga, hefur útbúið handbók, Móttaka nýrra Íslendinga- rafræn handbók, sem notuð verður í íslenskukennslu og ráðgjöf en verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði Framhaldsfræðslunnar.

Verkefnið snerist um að þróa árangursríka og aðgengilega leið fyrir erlenda einstaklinga sem flytja til Íslands til búsetu og starfa til að öðlast þekkingu á meginvirkni nærsamfélagsins. Markmiðið var að safna saman helstu upplýsingum í tengslum við stofnanir, skóla, tómstundir og annað í samfélaginu og að upplýsingarnar væru skýrar og einfaldar. Helsta markmiðið var þó að nota slíka handbók í íslenskukennslu og tilgangurinn að flýta fyrir aðlögun nýrra íbúa í samfélaginu. Unnið var út frá raundæmi í einu sveitarfélagi, þ.e. Norðurþingi og verkefnið mótað og unnið í nánu samstarfi við starfsfólk þess.

Handbókin er hýst á heimasíðu Þekkingarnetsins og er rafræn útgáfa notuð í kennslu en einnig er handbókin uppsett í prentanlegu eintaki (pdf). Talið er að það sé betri kostur en að hafa sérstaka vefsíðu fyrir efnið sem þyrfti þá sérstaka umsjá og endurskoðun. Handbókin er lifandi og er í sífelldri endurskoðum og einfalt er að yfirfæra handbókina á önnur sveitarfélög.

Hér er linkur á prentvæna útgáfu og slóð á heimasíðu Norðurþings: