Select Page
28. febrúar, 2020

Með fræðslu í ferðaþjónustu í farteskinu

Er yfirskrift nýjustu greinarinnar í Gátt, en þar skrifar Margrét Reynisdóttir, stjórnandi fyrirtækisins Gerum betur ehf. um reynslu sína af samstarfi við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar í áhugaverðu tilraunaverkefni Hæfnisetursins, Fræðsla í ferðaþjónustu. Í verkefninu er fyrirtækjum boðið upp á aðstoð við stöðumat, greiningu á fræðsluþörfum, gerð og eftirfylgni fræðsluáætlunar ásamt ráðgjöf um fjármögnun.

Ávinningur af markvissri þjálfun og fræðslu eru aukin gæði þjónustu, meiri framleiðni og ánægja starfsfólks og að sama skapi  dregur úr rýrnun, starfsmannaveltu, fjarveru og fjölda kvartana. Árangur samstarfsins segir Margrét endurspeglast í hærri einkunnagjöf gesta og úttektaraðila. Fyrirtæki sem haldið hafa markvisst utan um ábendingar viðskiptavina geta státað sig af því að mun fleiri viðskiptavinir hafa hrósað fyrirtækinu og færri kvartað. Lesið meira hér:

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is

Opið alla virka daga frá 9-16

Ef vitnað er í prentað efni FA eða efni af heimasíðu FA ber að geta heimilda