Select Page
6. maí, 2020

Lykillinn að næsta skrefi?

Náms- og starfsráðgjöf er mikilvæg leið til að takast á við hluti á borð við að setja sér markmið, fá aðstoð við atvinnuleit og gerð ferilskrár, skoða mögulegar námsleiðir, skoða möguleika á raunfærnimati, taka áhugasviðskönnun og fleira. Því getur náms- og starfsráðgjöf verið lykilatriði við að takast á við þær áskoranir og breytingar sem margir standa frammi fyrir nú á óvissutímum.

Náms- og starfsráðgjöf er í boði hjá símenntunarmiðstöðvum og fleiri aðilum um allt land. Fræðslusjóður greiðir fyrir markhóp framhaldsfræðslu hjá 14 símenntunamiðstöðvum og er ráðgjöfin þeim að kostnaðarlausu. FA vinnur að þróun í þessum málaflokk þar sem lögð er áhersla á að efla sérfræðiþekkingu í náms- og starfráðgjöf og veita faglegan stuðning í samræmi við viðhorf, hugmyndir og gæðakröfur í framhaldsfræðslu.

Hér má sjá lista yfir samstarfsaðila okkar sem bjóða þessa þjónustu

Hér er bæklingur sem er aðgengilegur og lýsandi fyrir helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa unninn af Austurbrú og sami bæklingur á ensku.

Hér er viðtal við náms- og starfsráðgjafa hjá Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum sem lýsa því hvernig stutt er við atvinnuleitendur og nemendur með þjónustunni.

Upplýsingavefur um nám og störf: