Select Page
11. desember, 2019

Lesblinda – hindrun eða styrkur?

Lesblinda getur haft víðtæk áhrif á einstaklinga í námi og er talið að allt að 20% fólks glími við hana. Lesblinda er þroskaröskun á námshæfni og getur komið fram í lestri, skrift, stafsetningu og/eða stærðfræði, en getur einnig birst í slæmu tímaskyni eða lélegri ratvísi.

Samtök atvinnlífsins (SA) hafa gengið til liðs við Sylvíu Erlu Melsted, Sagafilm og fleiri um framreiðslu á heimildamynd sem byggð er á hugmynd Sylvíu. Þar er fjallað um margvíslegar leiðir til að takast á við lesblindu og hvernig hægt er að takast á við ákoranir, nýta sér hugmyndir og fjallað um að lesblinda hafi ekkert með greind eða annað atgervi einstaklinga að gera. Nánar um myndina má sjá á vef SA hér.