Select Page
12. mars, 2020

Leikur að læra?

Síðasta greinin um upplýsingaveitur um nám og störf

Þriðja og síðasta grein Arnars Þorsteinssonar, ritstjóra NæstaSkref.is, er nú komin í loftið í Gátt en þar er fjallað um tækifæri til frekari þróunar vefjarins.

Mörg lönd í Evrópu halda úti vefsvæðum með upplýsingum um nám og störf. Þar hafa Norðmenn skipað sér í fararbrodd, þeir halda úti vefnum Utdanning.no sem hefur tekið miklum og afar áhugaverðum breytingum síðastliðin ár, líkt og fjallað hefur verið um í fyrri greinum. Vefurinn er til fyrirmyndar hvað varðar efni, uppbyggingu, notagildi, samstarfsmöguleika og gæðamál.

Vert er að velta fyrir sér hvert við Íslendingar stefnum í þessum efnum og er greinarhöfundi hugleikið hvort og með hvaða hætti vefsíða Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, NæstaSkref.is getur leikið hlutverk á þeirri leið.

Greinina má lesa hér á vef Gáttar:

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is

Opið alla virka daga frá 9-16

Ef vitnað er í prentað efni FA eða efni af heimasíðu FA ber að geta heimilda