Select Page
11. febrúar, 2021

Kynbundið nám í framhaldsfræðslunni

Í nýjustu greininni í Gátt, fjallar Arna Jakobína Björnsdóttir um kynjahalla í framhaldsfræðslunni. Greinin byggir á MA ritgerð Örnu í náms- og starfsráðgjöf árið 2019. Í greininni kemur fram að konur eru í miklum meirihluta í óformlegu starfsnámi en karlar fara frekar í raunfærnimat sem opnar þeim greiðari leið í formlegra nám, svosem iðnnám. Arna leggur til að sett verði af stað tilraunaverkefni innan framhaldsfræðslunnar sem byggi á ákvæðum jafnréttislaga til að stuðla að jafnrétti kynjanna. Hún segir ,,Þá þekkingu sem við höfum á kynjaímyndum og rótgróinni kynjamenningu þarf að nýta til að (raunverulegur) jöfnuður náist í aðgengi kynjanna að mismunandi leiðum í menntunar og starfsgreinum. Þannig væri einnig stigið skref í átt að langþráðu launajafnrétti.”

Lesið greinina á vef Gáttar hér: