Select Page
14. apríl, 2020

Kaffipása FA – Hlaðvarp

Hvernig væri að taka sér kaffipásu og hlusta á viðtal við Helen Gray þrónunarstjóra, Rakel Steinvör, náms-og starfráðgjafa og Arnheiði Gígju sérfræðing, sem tóku þátt í að framkvæma Viska verkefnið á Íslandi. VISKA er stefnumótunarverkefni sem miðar að því að efla hæfni fólks til að mæta þörfum á vinnumarkaði. Á Íslandi var áhersla lögð á að bæta aðgengi innflytjenda að núverandi raunfærnimatskerfi og bera kennsl á helstu áskoranir. Samtals fór 51 þátttakandi í gegnum raunfærnimatsferli, flestir Pólverjar – en þeir eru stærsti hópur innflytjenda á Íslandi.

Rætt var við Helen Gray og Rakel Steinvör Hallgrímsdóttur frá Iðunni Fræðslusetri og Arnheiði Gígju Guðmundsdóttur sem ásamt Fjólu Maríu Lárusdóttur komu að verkefninu fyrir hönd Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Smelltu hér til að hlusta

Landsskýrslu verkefnisins, afurðir og nánari upplýsingar má finna á www.viskaproject.eu

Hér eru aðrar áhugaverðar slóðir tengar Viska verkefninu:

Um VISKA ráðstefnur á Íslandi

Um VISKA á heimasíðu IÐUNNAR

Aðal vefur VISKA

Viðtöl við viðmælendur:

Á forsíðumynd: þátttakendur í VISKA verkefninu