Select Page
5. maí, 2020

Kaffipása FA – hlaðvarp

Miðaldra konan sem kann ekki á tækni er ekki lengur til – náms-og starfsráðgjöf á óvissutímum

Í þessum hlaðvarpsþætti FA og NVL kynnumst við hvernig hlutverk náms-og starfsráðgjafa hjá MSS, miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hafa þróast á tímum kóróna faraldurs. Við heyrum meðal annars hvernig draga má úr brotthvarfi nemenda úr námsbrautum hjá MSS og hvernig taka þarf á móti atvinnuleitendum.  Viðmælendur eru þær Arndís Harpa Einarsdóttir, Guðbjörg Gerður Gylfadóttir og Steinunn Björk Jónatansdóttir. Umsjónarmenn þáttarins eru Hildur Hrönn Oddsdóttir og Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir

Þátturinn er unnin í samvinnu við NVL, Norrænt tengslanet um nám fullorðinna.

Hlusta á þáttinn