Select Page
26. ágúst, 2021

Íslenska sem annað mál – rafrænt hæfnimat

Þegar SÍMEY, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar hlaut árið 2020 styrk úr Fræðslusjóði vegna nýsköpunar- og þróunarverkefna í verkefnið Íslenska sem annað mál – rafrænt hæfnimat, hafði mótun hugmyndarinnar að verkefninu verið í vinnslu í nokkra mánuði. Til grundvallar lá fjölgun þátttakenda á íslenskunámskeiðum og aukin eftirspurn eftir ráðgjöf og handleiðslu fyrir íbúa af erlendu bergi brotnu sem vilja eða þurfa að læra íslensku. Fólk sem tilheyrir þeim hópi fólks hefur í dag ekki opið aðgengi að tæki til að meta stöðu sína í tungumálinu og ákveða næstu skref.

Markmið verkefnisins var að bjóða upp á tækifæri til þess á vefsíðu/vefsvæði sem væri tengt við evrópska tungumálarammann.  Að bjóða upp á rafræna, gjaldfrjálsa leið fyrir þá sem hafa annað móðurmál en íslensku til að meta stöðu sína í málinu og velja námskeið út frá því. Að stuðla að samhæfðu stöðumati í íslensku sem allar símenntunarstöðvar innan Kvasis geta notað.      

Lesið um þetta athyglisverða verkefni í grein á vef Gáttar: