Select Page

IÐAN – fræðslusetur fékk afhenta staðfestingu á EQM+ gæðavottun og tekur hún til hönnunar, þróunar og umsýslu náms í fullorðinsfræðslu, náms- og starfsráðgjafar og raunfærnimats. Vottunin er til þriggja ára og gildir til mars 2022.

Gæðavottun EQM+ (European Quality Mark) staðfestir að IÐAN stenst evrópskar kröfur um gæði fræðslustarfseminnar, náms- og starfsráðgjafar og raunfærnimats.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir gæðavottunina og er vottunin liður í starfsemi hennar og miðar að auknum gæðum í fræðslu fullorðinna, raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf. Vaxandi – Ráðgjöf sá um gæðaúttektina fyrir Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Á mynd: Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri IÐUNNAR – fræðsluseturs og Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is