Select Page
17. desember, 2019

Hver er þín stafræna hæfni?

Nú á dögum er allt að verða starfænt og komið á netlæga miðla. Þekking á því hvernig hægt er að nota þessa miðla, hvað ber að varast og almennt hvað snýr upp og niður í þessum málum er því mikilvæg. Á vef VR er nú í boði sjálfsmatspróf sem gerir einstaklingum kleift að skoða hversu vel þeir standa í stafrænni hæfni.

Stafræn hæfni snýst ekki einungis um það hversu vel menn kunna á tölvur heldur um meðhöndlun upplýsinga, varðveislu upplýsinga, aðgengi, notkun og margt fleira. Prófið er hægt að taka hér á vef VR og nánari upplýsingar eru hér.