Select Page
7. febrúar, 2020

Hvað vil ég verða?

Í grein vikunnar í Gátt heldur Arnar Þorsteinsson áfram skrifum um ráðgjöf um nám og störf í Noregi. Vefsvæðinu Utdanning.no er í raun ætlað að hjálpa notendum við að svara gamalkunnugri lykilspurningu; „Hvað vil ég verða?“ Þar er ekki eingöngu listi yfir námsleiðir og störf sem eiga mögulega samleið með áhuga, styrkleikum og getu notanda vefjarins, heldur einnig ýmiss konar verkfæri og hjálpartæki sem ætlað er að virka hvetjandi og  hjálpa til við val á námi, starfi eða til að auðvelda leiðir á milli skólastiga. Þá er ótalið gríðarmikið efni um náms- og starfsfræðslu sem hefur verið skyldunámsgrein í efstu bekkjum grunnskóla frá árinu 2008 og Veilederforum.no sem er verkfærabanki fyrir ráðgjafa og leiðbeinendur, þróaður í samvinnu við Kompetanse Norge.