Select Page
13. febrúar, 2020

Hæfniþróun (Upskilling Pathways) – frá framkvæmd til stefnumörkunar

Vefstofa 18.febrúar kl. 10 – 11

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur í samstarfi við Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) og ýmsa fræðsluaðila í Evrópu undanfarið unnið að þróun námskeiða á netinu um stefnumótun og leiðir fyrir hæfniþróun (Upskilling Pathways) innan Evrópuverkefnisins UP-AEPRO. Vefstofurnar? Námskeiðin miða að því að dýpka þekkingu og hvetja til umræðna um nýlega evrópska stefnu fyrir nám fullorðinna sem ber heitið Upskilling Pathways (UP). Markhópur stefnunnar eru um 60 milljónir Evrópubúa sem hafa ekki lokið námi á framhaldsskólastigi.

Nú er komið að fyrstu vefstofunni sem FA og NVL á Íslandi hafa umsjón með og við viljum bjóða þér að taka þátt í. Þar fáum við kynningu á því hvernig Alþjóðlegt kvennasetur (IWC) í Hollandi nýtir raunfærnimat til að styrkja konur til virkrar þátttöku í samfélaginu sem og á vinnumarkaði.

Vefstofan á erindi við alla sem starfa við fræðslu fullorðinna hvort sem er við kennslu eða skipulag kennslu jafnt til þeirra sem sinna stefnumótun á þessu sviði. Markmiðið er að kynnast hvað aðrar þjóðir eru að gera og með því öðlast meiri þekkingu og skilning á hvað fellst í tilmælum Evrópuverkefnisins Upskilling Pathways.

Nánari upplýsingar

Skráning hér