Select Page
20. febrúar, 2020

Hæfniþróun – Upptaka frá vefstofu

Hæfniþróun (Upskilling Pathways) – Upptaka frá vefstofu sem haldin var 18.febrúar.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur í samstarfi við Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL) og ýmsa fræðsluaðila í Evrópu undanfarið unnið að þróun námskeiða á netinu um stefnumótun og leiðir fyrir hæfniþróun (Upskilling Pathways) innan Evrópuverkefnisins UP-AEPRO.

Vefstofurnar miða að því að dýpka þekkingu og hvetja til umræðna um nýlega evrópska stefnu fyrir nám fullorðinna sem ber heitið Upskilling Pathways (UP). Markhópur stefnunnar eru um 60 milljónir Evrópubúa sem hafa ekki lokið námi á framhaldsskólastigi.

Í þessari vefstofu fengum við kynningu á því hvernig Alþjóðlegt kvennasetur (IWC) í Hollandi nýtir raunfærnimat til að styrkja konur til virkrar þátttöku í samfélaginu sem og á vinnumarkaði.

Upptökuna má nálgast hér:

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is

Opið alla virka daga frá 9-16

Ef vitnað er í prentað efni FA eða efni af heimasíðu FA ber að geta heimilda