Select Page
30. september, 2019

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hlýtur viðurkenningu fyrir fagorðalista ferðaþjónstunnar

Íslensk málnefnd veitti Hæfnisetri ferðaþjónustunnar og Samtökum ferðaþjónustunnar viðurkenningu fyrir kennsluvefinn „Orðin okkar á íslensku“ sem ætlað er að auðvelda erlendu starfsfólki íslenskan orðaforða og auðvelda samskipti á vinnustað í síðustu viku.

Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, og María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF og formaður stjórnar Hæfnisetursins, veittu viðurkenningunni viðtöku.

Hér má nálgast fagorðalistann.