Select Page
1. júlí, 2019

Hæfni leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu er í brennidepli í Evrópuverkefninu UP-AEPRO

Annar fundur samstarfsaðila UP-AEPRO var haldinn hjá Glokala lýðskólanum í Malmö nú í júní þar sem unnið var að undirbúningi veflægs námskeiðs fyrir leiðbeinendur og stefnumótendur í fullorðinsfræðslu. Áhersla er lögð á að kynna leiðir og verkfæri sem geta stutt við færniþróun markhóps framhaldsfræðslunnar. Hægt er að skrá sig á námskeiðið á vef verkefnisins. FA kemur að verkefninu í gegnum NVL (Norrænt tengslanet um nám fullorðinna) m.a. með því að kynna raunfærnimatskerfið hér á landi og miðla upplýsingum um verkefnið hér á landi.

Sjá nánar hér

Evrópusamtök í fullorðinsfræðslu (EAEA) stýra verkefninu. Aðrir samstarfaðilar eru: Escola Profissional Amar Terra Verde (EPATV) í Portúgal, The National Learning and Work Institute (L&W) í Englandi, Kansanvalistusseura (KVS) í Finnlandi, Glokala Folk High School í Svíþjóð og Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL).

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is

Opið alla virka daga frá 9-16

Ef vitnað er í prentað efni FA eða efni af heimasíðu FA ber að geta heimilda