Select Page
17. október, 2019

Hæfni er grunnur að gæðum

Í nýrri grein í Gátt er fjallað um skýrsluna Hæfni er grunnur að gæðum sem unnin var af Hæfnisetri ferðaþjónustunnar í víðtæku samstarfi við hagaðila í ferðaþjónustu. Starfsmenn Hæfniseturs ferðaþjónustunnar vinna að því að kynna skýrsluna og niðurstöður hennar. Þegar hefur verið fundað með starfsgreinaráði matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina, nokkrum af fagnefndum Samtaka ferðaþjónustunnar, auk fulltrúa Ferðamálaskólans í MK og Háskóla Íslands. Þar hafa hugmyndir um að koma á nýjum námslínum. Námslína vísar til samhengis fleiri námsbrauta á mismunandi skólastigum. Námslok á einni braut hafa gildi á vinnumarkaði og veita jafnframt rétt til áframhaldandi náms á næsta stigi.

Greinina má lesa hér á vef Gáttar.