Select Page

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var haldin á Grand Hótel 29. nóvember s.l. og fundinn sóttu 70 manns. Yfirskrift fundarins var Gott að meta – raunfærnimat í atvinnulífinu. Fundurinn var haldinn í samstarfi við Norrænt tengslanet um nám fullorðinna, NVL. Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri FA hóf fundinn og sagði frá nýju tilraunaverkefni FA um raunfærnimat í atvinnulífinu. Ávarp flutti Eyrún Valsdóttir, deildastjóri MFA fræðsludeildar ASÍ og formaður stjórnar FA. Aðalfyrirlesarar voru Marina Nilsson frá stéttarfélagi í hótel og veitingageiranum í Svíþjóð og Kersti Wittén frá samtökum ferðaþjónustunnar í Svíþjóð en þær sögðu frá framkvæmd raunfærnimats í atvinnulífinu í Svíþjóð og þá sérstaklega í störfum í matreiðslu. Fundastjóri var Kristín Þóra Harðardóttir, lögmaður hjá SA og varaformaður FA. Þá voru fyrirmyndum í námi fullorðinna veittar viðurkenningar. Fundi lauk á pallborðsumræðum þar sem umræðuefnið var málefni fundarins, raunfærnimat í atvinnulífinu, hvort Íslendingar ættu að fara að fordæmi Svía um framkvæmd raunfærnimats í atvinnulífinu og spurningum úr sal var svarað. Fjóla Marí Lárusdóttir, sérfræðingur hjá FA, stjórnaði umræðum en þátttakendur voru Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, Kristín Þóra Harðardóttir, lögmaður SA og Bryndís K. Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Farskólans á Norðurlandi Vestra.

Fundinum var streymt beint á facebook og hér má horfa á upptökuna;

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is