Select Page
12. apríl, 2018

Góður fundur um hæfnistefnu og raunfærnimat

Thormod Skjerve

Fjölmenni var á góðum fundi FA, NVL og SA um hæfnistefnu og raunfærnimat í atvinnulífinu sem haldinn var í húsakynnum Samtaka atvinnulífsins í gær. Um 50 manns sátu fundinn auk nokkurra sem fylgdust með fundinum á netinu. Tormod Skjerve, norskur sérfræðingur um hæfnistefnu og mat á hæfni, hélt erindi um hæfnistefnu norðmanna og hvernig raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins hefur verið framkvæmt í norsku atvinnulífi.

Ennfremur hélt Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri FA, erindi um hæfnistefnu og hæfnisetur og hér má finna glærur frá því erindi.

Að loknum erindum svaraði Tormod spurningum úr sal með hjálp Slido appsins og voru fjölmargar spurningar lagðar fyrir hann sem hann svaraði eftir bestu getu.

Tormod er aðalráðgjafi hjá Virke, samtökum atvinnurekenda í verslun og þjónustu í Noregi hefur starfað í mörg ár á sviði stefnumótunar um hæfni einstaklinga og hefur lagt sérstaka áherslu á samsvörun hæfni einstaklinga við þarfir atvinnulífsins, menntun alla ævi, hlutverk atvinnurekenda og launþega í stefnumótun um menntun og samvinnu atvinnulífs og háskóla.