Select Page
10. október, 2019

GÁTT FER Í LOFTIÐ Á NÝJUM VEF

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins kynnir nýja útgáfu af Gátt – veftímariti um fullorðinsfræðslu.

Markmiðið með Gátt er að efla umræðu um framhaldsfræðslu og menntun á vinnumarkaði. Veftímaritið er vettvangur fyrir miðlun þekkingar og reynslu og þar eru kynningar á því sem efst er á baugi á sviðinu hverju sinni. Í Gátt eru greinar um rannsóknir og lausnir í fullorðinsfræðslu og símenntun. Með fjölþættri nálgun um nám og fræðslu fullorðinna er ætlunin að ná til þeirra sem sinna fræðslumálum en jafnframt höfða til þátttakenda og þeirra sem hafa áhuga á því að kynna sér það sem er í deiglunni.

Við hvetjum alla áhugasama til að opna upp á Gátt og fylgjast með nýjum greinum á vefnum. Nálgast má Gátt á gatt.frae.is.