Select Page
21. nóvember, 2019

„Fullorðinsfræðarinn“ í breyttu samfélagi

Fullorðinsfræðarinn er megin viðfangsefni greinar vikunnar í Gátt. Maria Marquard sérfræðingur við Árósarháskóla og fulltrúi Dana í NVL hefur um langt árabil leitt vinnu við færniþróun fullorðinsfræðara innan NVL. Maria fer í greininni yfir ólíkar kortlagningar síðasta áratug meðal annars um formlegar kröfur sem gerðar eru til þeirra og þær væntingar sem stjórnendur hafa um sérstaka færni kennarans. Þegar kemur að óskum fullorðinsfræðaranna sjálfra þá kom í ljós að þeir telja faglega þekkingu og reynslu afar mikilvæga auk góðrar þekkingar á fullorðinsfræðslu og kennslufræði. Þeir vilja öðlast meiri þekkingu á námi fullorðinna og námsferlum, verða betri í að mæta fullorðnum og getað miðlað og beitt kennsluaðferðum sem virkja þátttakendur.

BREYTINGAR Á SAMFÉLAGI OG VINNUMARKAÐI – NÝ HLUTVERK FULLORÐINSFRÆÐARANS