Select Page
13. desember, 2019

Frásagnir fyrirmynda

Í nýjustu grein í Gátt eru frásagnir fyrirmynda í námi fullorðinna árið 2019, þeirra Herdísar Óskar Sveinbjörnsdóttur og Þrastar Heiðars Erlingssonar. Þau eiga það sameiginlegt með fyrirmyndum fyrri ára að hafa sigrast á margvíslegum hindrunum tengdum til dæmis les- og skrifblindu, athyglisbresti eða félagsfælni.  

Viðurkenninguna hljóta einstaklingar sem tilnefndir eru af samstarfsaðilum Fræðslumiðstöðvarinnar. Í þetta sinn voru það einstaklingar tilnefndir af Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Farskólanum á Norðurlandi vestra sem hlutu viðurkenninguna. Þeim voru afhentar spjaldtölvur í boði Advania, viðurkenningaskjöl og blómvendir á ársfundi Fræðslumiðstöðvarinnar þann 29. nóvember síðastliðinn.  

Greinina má lesa hér á vef Gáttar: