Select Page
31. október, 2020

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra

Hlutverk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er að vera þróunar- og sérfræðisetur aðila vinnumarkaðarins um fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði í samstarfi við aðrar fræðslustofnanir. Hjá FA vinna nú 18 starfsmenn sem sinna ráðgjöf og smíði verkfæra á sviði fullorðinsfræðslu. Markmið Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er að veita starfsmönnum á vinnumarkaði, sem ekki hafa lokið prófi frá framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði og auka þar með samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.

Umsóknarfrestur er til 10. nóvember n.k. Sótt er um á vef Hagvangs. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is