Select Page
2. mars, 2020

Fræðslu- og samráðsfundur ráðgjafanets FA

Náms- og starfsráðgjafar framhaldsfræðslunnar funduðu 28.febrúar s.l. Þar var farið fyrir verkefni síðasta árs og þá vinnu sem framundan er á þessu ári.

Þá var farið yfir tölur úr ráðgjöfinni fyrir árið 2019 og rætt um gæðamál og samstarf við fyrirtæki varðandi ráðgjöfina. Verkefni um raunfærnimat í atvinnulífinu og niðurstöður samanburðarrannsóknar um ráðgjöf í raunfærnimati á vegum Cedefop voru kynnt og í lok dags var svo fjallað um notkun upplýsinga- og samskiptatækni í ráðgjöf.

Fundinn sóttu fulltrúar frá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum um land allt auk starfsmanna FA og var fundurinn haldinn í húsnæði Mímis að Höfðabakka.

Næsti samráðsfundur ráðgjafnetsins verður haldinn á haustdögum 2020.