Select Page
26. júní, 2020

Forréttindi að sinna fullorðnu fólki

Er yfirskrift nýjustu greinarinnar í Gátt. Þar lýsir náms-og starfsráðgjafinn Hrönn Grímsdóttir starfi sínu hjá Austurbrú. Þar hefur Hrönn sinn fullorðnum síðastliðin 3 ár en þar á undan hafði hún einnig sinnt náms- og starfsráðgjöf í framhaldsskóla.  Náms- og starfsráðgjafar sinna veigamiklu hlutverki í framkvæmd framhaldsfræðslu, þeir veita persónulega ráðgjöf fyrir fullorðna sem þurfa að takast á við breytingar á lífi sínu. Skref í þá átt getur verið að gangast undir mat á raunfærni sem getur falist í áhugasviðskönnun, gerð ferilskrár og setning markmiða, allt undir leiðsögn og hvatningu náms- og starfsráðgjafa.

Viðtöl við fleiri náms- og starfsráðgjafa framhaldsfræðslunnar má finna hér á vef FA.

Lesið greinina á vef Gáttar: