Select Page
19. desember, 2019

Fjölvirkjanám á vinnutíma

Starfsfólk hjá SÍMEY, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar hefur um árabil mætt þörfum fyrirtækja á svæðinu fyrir fræðslu og þjálfun starfsfólks. Í nýjustu greininni í Gátt er umfjöllun um Verkamannaskóli Slippsins: Fjölvirkjanám á vinnutíma. Það er námsleið, kennd er eftir námskrá sem gefin er út af Fræðslumiðstöðinni, sem veitir svigrúm til þess að mæta kröfum fyrirtækisins, í þessu tilfelli Slippsins Akureyri ehf. um sérhæfingu starfsfólks.  

Námskrár sem gefnar eru út af FA eru unnar samkvæmt tilteknu fræðsluferli. Námskrárnar er skráðar í námskrárgrunn mennta- og menningarmálaráðuneytisins og síðan vottaðar af Menntamálastofnun á þrep samkvæmt hæfniramma um íslenska menntun og til eininga á framhaldskólastigi. Viðurkenndir fræðsluaðilar um allt land bjóða upp á nám samkvæmt námskrám FA með stuðningi frá Fræðslusjóði. 

Greinina má lesa hér á vef Gáttar: