Ferðaþjónusta – móttaka á gististöðum er 130 klukkustunda nám sem er 6,5 einingar á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er sjálfstætt framhald af námskránum Ferðaþjónusta I og Ferðaþjónusta II. Námskráin byggir á starfaprófílnum „Móttaka á gististöðum“ en einnig er tekið mið af ítarlegri greiningu á störfum almennt í ferðaþjónustu.

Markmið námsins er að fólk sem lýkur því hafi þá hæfni sem þarf til að taka á móti fjölbreyttum hópi gesta, miðla upplýsingum til gesta og samstarfsfólks auk þess að sinna öðrum skilgreindum verkefnum starfsins.

Námskráin á pdf

Námskráin í námskrárgrunni

Skráðu þig á póstlista Fræðslumiðstöðvarinnar