Select Page
11. júní, 2020

Er raunfærnimat líka fyrir innflytjendur?

Í nýjustu greininni í Gátt er fjallað um Viska verkefnið. Helen Gray og Rakel Steinvör Hallgrímsdóttir hjá IÐUNNI fræðslusetri miðla reynslu af verkefninu og svara þar spurningunni í yfirskrift greinarinnar: Er raunfærnimat líka fyrir innflytjendur?

Greinin fjallar um ýmsan lærdóm sem fékkst í gegnum framkvæmd á raunfærnimati fyrir innflytjendur. Um var að ræða 3ja ára stefnumótandi tilraunaverkefni  (2017-2020), sem hét VISKA (Visible skills of adults) og styrkt var af Menntaáætlun Evrópusambandsins(Erasmus+ KA3).  Verkefnið var unnið af IÐUNNI fræðslusetri og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fyrir hönd mennta-og menningarmálaráðuneytisins.  Megininntak VISKA var að gera færni innflytjenda sýnilega, skoða möguleika í raunfærnimati fyrir innflytjendur og varpa ljósi á þær áskoranir upp komu.

Lesið greinina á vef Gáttar: