Select Page
16. nóvember, 2020

Er íslenskt atvinnulíf með rétta hæfni fyrir morgundaginn?

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn í samstarfi við NVL fimmtudaginn 26. nóvember undir yfirskriftinni Í takt við tímann? Hæfniþróun í atvinnulífinu.

Vinnumarkaðurinn er í stöðugri þróun, breytingar á viðskiptaháttum og tækni kalla á nýja hæfni starfsfólks. Á ársfundinum verður sjónum beint að þörfum vinnumarkaðarins fyrir hæfni og ýmsum leiðum til hæfniþróunar.

Ida Thomson, ráðgjafi hjá Bättra Konsult, kynnir niðurstöður skýrslu NVL: Hæfniþróun í atvinnulífinu. Ráð og hugleiðingar aðila atvinnulífsins. Í skýrslunni er lögð áhersla á aukið hlutverk vinnustaðarins í  hæfniþróun. Lagt er til að aðilar atvinnulífsins komi í samstarfi við stjórnvöld að mótun heildstæðrar langtíma hæfnistefnu þjóðar. Slík hæfnistefna geri starfsfólki kleift að takast á við örar breytingar og vera lengur á vinnumarkaði.

Fulltrúar atvinnulífsins flytja stutt erindi og svara spurningum. Fyrirmyndir í námi fullorðinna verða kynntar og viðurkenningar til þeirra afhentar.

Dagskrá stendur frá 10 til 12 og hægt verður að fylgjast með í streymi á fésbókar-síðu Fræðslumiðstöðvarinnar.   

Skoðið dagskrá fundarins hér.

Skráning hér

(athugið að hægt er að smella á íslenska fánann til að fá eyðublaðið á íslensku)