Select Page
15. janúar, 2021

Er framhaldsfræðslan í takt við tímann?

Ný grein í Gátt er unnin upp úr ávarpi Karls Rúnars Þórssonar, formanns stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins á ársfundinum 2020. Þar er fjallað um stöðuna á árinu, fjórðu iðnbyltinguna og áhrif Covid 19 á starfsemi FA og samstarfsaðilanna, fræðslu- og símenntunarmiðstöðva um land allt.

Karl fjallar einnig um framhaldsfræðslukerfið sem er fimmta grunnstoð menntakerfisins á Íslandi. “Fræðslumiðstöðin er þróunarsetur framhaldsfræðslunnar og sér um umsýslu Fræðslusjóðs sem niðurgreiðir leiðir framhaldsfræðslunnar; námsleiðir, raunfærnimat og ráðgjöf um nám og störf. Án þess að á nokkurn sé hallað er framhaldsfræðslan gríðarlega mikilvægt úrræði fyrir atvinnulífið, menntakerfið og samfélagið allt.”

Lesið greinina á vef Gáttar hér: