Select Page
14. september, 2021

EPALE á íslensku

Nú býður EPALE upp á að velja íslensku sem tungumál á vefgáttinni. EPALE er samfélag þar sem fagfólk í fullorðinsfræðslu getur bloggað, tekið þátt í umræðum, leitað að samstarfsaðilum og sótt efni í gagnabanka. Einnig er að finna fréttir frá því nýjasta í fullorðinsfræðslu og samfélagssögur sem geta veitt innblástur.

Meginmarkmiðið með Epale er að efla samskipti fagfólks sem sér um fullorðinsfræðslu í Evrópu með það að markmiði að efla gæði formlegrar og óformlegrar menntunar fullorðinna.

Á þessu ári leggur EPALE áherslu á lífsleikni og vinnuhæfni, stafrænar breytingar og samfélagsbreytingar sem gagnast öllum hópum. Væntanleg námskeið, viðburði eða ráðstefnur í Evrópu ætluð sérfræðingum í fullorðinsfræðslu eru auglýst í EPALE dagatalinu, en þar er hægt að flokka eftir landi, tungumáli, þema, markhóp og dagsetningu.

EPALE verkefnið er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlun ESB. Rannís er tengiliður fyrir EPALE á Íslandi. 

Kynningarmyndband um EPALE.