Select Page
12. apríl, 2021

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði til nýsköpunar- og þróunarverkefna

Forgangssvið við úthlutun í ár eru:

  • Efling starfs- og tæknináms í framhaldsfræðslu.
  • Þróun starfstengds tungumálastuðnings í framhaldsfræðslu.
  • Stafræn og/eða græn hæfniuppbygging í framhaldsfræðslu.

Við mat á umsóknum er m.a. litið til þess hvernig þær falla að markmiðum 2. greinar laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu, faglega þekkingu og reynslu umsækjanda af að vinna verkefni sem sótt er um styrk til.

Að auki þurfa umsóknir að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Vera vandaðar og skýrt fram settar.
  • Skýr tenging við markhóp laga um framhaldsfræðslu.
  • Mæti sýnilegri þörf fyrir úrræði í framhaldsfræðslu.
  • Hafi skýr skilgreind markmið og skilgreinda verkefnastjórn.
  • Hafi skýra kostnaðar-, verk- og tímaáætlun.
  • Skili hagnýtri afurð og verði vel kynnt.

Verkefnin skulu vera opin öllum fræðsluaðilum, mega ekki gera kröfu um umtalsverðan eða íþyngjandi kostnað, eða flókna sérfræðiþekkingu fyrir þá sem nýta sér afurðina.

Umsóknarfrestur var til 19. apríl 2021

Umsóknareyðublaðið á Word (til skoðunar)

Úthlutunarreglur Þróunarsjóðs

Upplýsingar um vinnuferli og viðmiðanir

Fyrri úthlutanir

Lög um framhaldfræðslu nr. 27/2010