Select Page
27. febrúar, 2020

Átak í starfs- og tækninámi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnti á dögunum aðgerðaráætlun um að auka áhuga ungmenna á starfs- og tæknimenntun. Aðgerðaráætlunin er unnin í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Samband Íslenskra sveitarfélaga og er ætluð til að fjölga einstaklingum með slíka menntun á vinnumarkaði.

Framleiðni á Íslandi er undir meðaltali Norðulandanna að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar (e.OECD) og í nýlegri skýrslu bendir stofnunin á mikilvægi þess fyrir land og þjóð að fleiri sæki sér starfs- og tæknimenntun enda verði þannig betur komið til móts við þarfir samfélagsins. En mikil eftirspurn hefur verið eftir starfs- og tæknimenntuðu fólki að undanförnu hér á landi og hefur það valdið færnimisræmi hér á landi.

Sagt er frá aðgerðaráætluninni á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem fram kemur að með samkomulaginu sé farið í samstilltar aðgerðir, sem eru helstar:

  • aukin áhersla á að allir grunnskólanemar fái kennslu í verk-, tækni- og listgreinum samkvæmt aðalnámskrá, en misbrestur hefur verið á því í sumum skólum,breyta lögum um háskóla, svo iðnmenntaðir njóti sömu réttinda og þeir sem lokið hafa stúdentsprófi, til að sækja um háskólanám,
  • einfalda skipulag starfs- og tæknináms, svo að námið verði í auknum mæli á ábyrgð skóla frá innritun til útskriftar,
  • bæta aðgengi að starfs- og tækninámi á landsbyggðinni, enda ræður námsframboð í heimabyggð miklu um námsval ungmenna að loknum grunnskóla,
  • styrkja náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum, bæði til ungmenna og foreldra, svo ákvörðun um námsval byggi á ítarlegum og góðum upplýsingum um nám, tækifæri og starfsmöguleika.

Lesið nánar um þetta hér á vef ráðuneytisins.

Skipholti 50b 105 Reykjavík

599 1400

frae@frae.is

Opið alla virka daga frá 9-16

Ef vitnað er í prentað efni FA eða efni af heimasíðu FA ber að geta heimilda